Hvernig er stóllinn þinn?

Vinnustóllinn er eins og okkar annað heimili og margir nota hann meira en rúmið sitt. En hvernig á fullkominn vinnustóll að vera?

Það sem hentar einum þarf ekki endilega að henta öðrum og því er það vandasamt verk að velja stól sem stenst kröfur notandans.

Láttu þér líða vel í vinnunni. HÉR getur þú kynnt þér hvaða atriði ber að hafa í huga við val og stillingar á skrifborðsstólum.

KOMPÁS mælir einnig með fræðslumyndbandinu um líkamsbeitingu og líkamsstellingar. Gunnhildur Gísladóttir Iðjuþjálfi kennir HÉR réttar setstöður, stillingu stóla og borða við skjávinnu.