Skyndihjálp

Slysin gera ekki boð á undan sér og því getur það skipt sköpum að starfsmenn séu þjálfaðir í fyrstu viðbrögðum og kunni að veita viðeigandi skyndihjálp.

Á KOMPÁS vefnum er nú að finna nýjan efnisflokk er heitir "Skyndihjálp" (HÉR).

Efni þessa skyndihjálpar-efnisflokks á sem dæmi erindi í öryggishandbók fyrirtækisins og ætti það að vera öllum starfsmönnum aðgengilegt. Þetta gæðaefni kemur að mestu leiti frá Rauða krossi Íslands.

Vert er að minna á að undir tengt efni í skyndihjálparefnisflokknum (HÉR) er einnig að finna afar gagnlegt efni m.a. myndband um fyrstu viðbrögð vegna beinbrots.