Lean virkar

Lean straumlínustjórnun er vinsæl aðferðafræði sem fyrirtæki geta nýtt sér til þess að ná samkeppnisforskoti. Lean snýst um það að skapa virði fyrir fyrirtækið og koma í veg fyrir sóun.

Með því að koma í veg fyrir sóun verða afköst og nýtni betri, gæði aukast og framleiðslutími styttist.

Í verkfærakistu KOMPÁS er að finna fróðleg örmyndbönd um Lean straumlínustjórnun og hvernig hægt er að beita tólum og tækjum Lean til að auka samkeppnisforskot þíns fyrirtækis.