Samstarfssamningur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og KOMPÁS

Í dag undirrituðu Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) og Björgvin Filippusson stofnandi KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins samstarfssamning er styður markmið og starfsemi samningsaðila með öflugu samstarfi og í framkvæmd ýmissa verkefna.
Með samstarfssamningnum er m.a. verið að hvetja til aukins samstarfs, tengslamyndunar og samvinnu í atvinnulífinu er styður faglega stjórnun, fræðslu, hæfni og gæði. Að virkja miðlun og gerð hagnýtrar þekkingar, sem og að miðla hagnýtri þekkingu FA á vef KOMPÁS. FA vistar nýstofnað Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og fellur samstarfssamningurinn vel að þeim verkefnum sem þar er unnið að.

Gagnkvæmur ávinningur samstarfsaðila og þeirra sem standa þeim að baki er leiðarljós samningsins.