Kostnaður vegna slysa

Beinn og óbeinn kostnaður fyrirtækja vegna vinnutengda slysa og sjúkdóma starfsmanna getur oltið á tugium milljóna og miljörðum ef miðað er við öll fyrirtæki landsins. Það er því góð fjárfesting að huga sérstaklega að forvörnum og öryggismálum fyrirtækisins.

Hvernig er öryggismálum háttað innan þíns fyrirtækis? Með þessum gátlista getur þú gert stutta könnun á vinnuumhverfinu til að meta hættur á vinnustaðnum.

Þetta verkfæri "Sjálfsmat á stöðu vinnuverndarmála" getur einnig verið mjög gagnlegt til þess að meta stöðuna á öryggis- og vinnuverndarmálum.

Öryggismál ættu að vera forgangsatriði fyrirtækja og leggja ætti allt kapp á að koma í veg fyrir slys og áhættur í vinnuumhverfinu.