Verkfćrakistan vs. Tengt efni

Ert þú að missa af þeirri þekkingu sem er að finna undir Tengt efni á vef KOMPÁS?

Að gefnu tilefni viljum við minna notendur á að muna eftir Tengt efni sem er að finna í öllum efnisflokkum KOMPÁS og að nýta sér þá þekkingu sem þar er að finna.

Við viljum til dæmis benda ykkur á Tengt efni undir efnisflokknum Persónuvernd en þar er að finna fjölda skjala eins t.d. leiðbeiningar, sniðmát og eyðublöð er nýtast notendum við aðlögun fyrirtækis að nýjum persónuverndarlögum.

  • Verkfærakistan inniheldur kjarnastarfsemi KOMPÁS þ.e.a.s. verkferla, eyðublöð, gátlista o.fl. sem hefur farið í gegnum skilgreint gæðaverklag KOMPÁS. 

vs.

  • Tengt efni inniheldur hins vegar ýmislegt ítarefni sbr. bæklinga, greinar, rannsóknir, glærur, en einnig annað hagnýtt efni eins og gátlista eða eyðublöð sem við teljum að geti verið notendum gagnlegir í tengslum við ákveðna þekkingu.