Hlúðu að umhverfinu!

Hvernig væri að nýta sér 5S aðferðafræðina og taka vinnustaðinn í gegn?

5S er mikilvægt umbótatól í Lean - straumlínustjórnun. Markmiðið er að skapa umhverfi þar sem agi, hreinlæti og vinnusvæði eru vel skipulögð.

Fyrirmyndarumgengni á vinnustað kemur í veg fyrir áhættur í vinnuumhverfinu og stuðlar að því að starfsemin fari fram á réttan og öruggan hátt.