Lög um persónuvernd

Ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 tóku gildi á Íslandi þann 15. júlí síðast liðinn.

Vegna tilkomu nýju löggjafarinnar hefur verið stofnaður efnisflokkur um persónuvernd í verkfærakistu KOMPÁS.

Við hvetjum ykkur til þess að nýta ykkur þá þekkingu sem þar er að finna. Einnig er hér kjörið tækifæri til að miðla eigin þekkingu og reynslu sem þú hefur áunnið þér vegna tilkomu laganna um persónuvernd til þátttakenda í KOMPÁS Þekkingarsamfélaginu.

Kynntu þér einnig persónuverndarstefnu KOMPÁS.