Stefnumótun

Lykilatriði í að ná góðum árangri er að vita að hverju er stefnt. Þegar stefnan hefur verið mótuð og afgerandi árangursþættir skilgreindir er fyrst hægt að útbúa gagnlega mælikvarða á árangur, þ.e. lykil-árangursmælikvarða (e. Key Performance Indicators) sem varða leiðina að settu markmiði.

Stefnuvitinn (e. The Implementation Compass) er annað hagnýtt stjórnunar- og innleiðingarverkfæri en það er gagnlegt fyrirtækjum í að undirbúa innleiðingu breytinga þannig að hægt sé að hámarka árangur breytinganna.