Öryggi og heilbrigđi

Allir vinnustaðir þurfa að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Tilgangurinn er til að fyrirbyggja og draga úr slysum, óhöppum, álagi, vanlíðan og heilsutjóni sem starfsmenn geta orðið fyrir við störf sín. Áætlunin skal fela í sér:

  • sérstakt áhættumat
  • áætlun um heilsuvernd og forvarnir sem er í samræmi við niðurstöður áhættumatsins og leiðir til úrbóta
  • eftirfylgni að úrbótum loknum.

Hér má sjá leiðbeiningar um áhættumat fyrir lítil fyrirtæki og dæmi um gátlista til þess að greina hættur í vinnuumhverfi við almenn skrifstofustörf.