Háskólinn á Akureyri í aukiđ samstarf viđ KOMPÁS

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur við Háskólann á Akureyri, sem er þá fjórði háskólinn sem KOMPÁS gerir formlegt samstarf við.

Tilgangur samstarfsins er að stuðla að markvissri uppbyggingu, miðlun og þróun hagnýtrar fræðslu- og þekkingar með uppbyggingu KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins.

Með samstarfinu er verið að greiða götu kennara og nemanda að því að vera virkir þátttakendur í KOMPÁS t.d. með því að vinna og birta efni og styðja við þróun efnis vefsins. KOMPÁS geti nýst við kennslu, rannsóknir og fleira sem fram kemur í samstarfssamningnum. Jafnframt með þessu styrkist hlutverk KOMPÁS í að vera brú milli atvinnulífs og skóla, sem og brú milli akademískrar og praktískrar þekkingar.