Ábyrgðarskilmálar
a) KOMPÁS ber ekki ábyrgð á rekstrartapi sem kann að leiða af bilunum, galla, skemmdum eða innbrotum í tölvu- og hugbúnaðarkerfi þjónustuaðila vefsamfélagsins eða vefsvæðis áskrifanda á www.kompas.is eða afleidds tjóns sem kann að verða af þeim sökum. Þá ber KOMPÁS ekki ábyrgð á tjóni sem verður af óviðráðanlegum ytri orsökum, s.s. vegna styrjalda, náttúruhamfara eða annarra ófyrirsjáanlegra atburða (e. force majure). Þá ber KOMPÁS enga ábyrgð á gögnum áskrifanda ef þau glatast vegna fyrrgreindra ástæðna.
b) Áskrifandi telst ábyrgur fyrir því að notendaskilmálum KOMPÁS sé fylgt. Áskrifandi ber alfarið ábyrgð á notkun auðkennis síns, sem og öllum samskiptum og/eða gögnum sem stafa frá vef KOMPÁS.
c) Ekki er heimilt að nota nafn eða auðkenni KOMPÁS án tilskilins leyfis. Merki (lógó) er eign KOMPÁS.
d) Rísi ágreiningsmál vegna samnings þessa skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.