Greiđsluskilmálar

a)  Gjald fyrir þjónustu er samkvæmt verðskrá KOMPÁS. Greiða skal fyrir einn almanaksmánuð í einu að lágmarki, óháð því hvaða dag mánaðar þátttökuaðildin tekur gildi eða er greidd.

b)  Þátttökugjald reiknast samkvæmt gildandi verðskrá og áskilur KOMPÁS sér rétt til bæði einstakra breytinga á henni og mánaðarlegra breytinga. Verðskrá KOMPÁS er aðgengileg hverju sinni á www.kompas.is.

c)  Þátttökugjald fyrir þjónustu KOMPÁS reiknast til eins mánaðar frá samþykki þessara skilmála og greiðslu stofngjalds. Aðgangsauðkenni verða óvirk næsta virka dag eftir að mánaðarlegt þátttökugjald fellur niður og eru óvirk þá einstöku eða samfelldu mánuði sem þátttökugjald er ekki í skilum.

d)  Þátttökugjald innheimtist með kröfu þess efnis eða er skuldfært á greiðslukort þátttakanda. 

e) Greiðslur eða inneignir notenda eru ekki endurgreiddar, nema ranglega hafi verið rukkað fyrir þjónustu.

f) Óheimilt er að framselja aðgang að www.kompas.is og ber þátttakandi ábyrgð á öllu því sem tengist hans aðgangi eftir að hann hefur samþykkt þessa skilmála. 

g) Uppsögn þátttöku þarf að berast KOMPÁS skriflega með bréfi eða tölvupósti. Uppsagnarfrestur telst hefjast fyrsta dag næsta mánaðar eftir að uppsögn berst og er uppsagnarfrestur einn mánuður.