Notendaskilmálar

 

Almennt um notkun KOMPÁS

a) Ekki er heimilt að nota aðgangsauðkenni annars aðila eða að afhenda þau þriðja aðila til notkunar.

b) Notanda ber að gæta þess að niðurhal á hans vegum af vef KOMPÁS sé innan skynsamlegra marka og hafi ekki áhrif á aðra notendur, s.s. með óhóflegri umferð eða öðru athæfi.

c) Óheimilt er að villa á sér heimildir í samskiptum sem eiga sér stað á vefsvæði KOMPÁS.

d) Óheimilt er að nota boðskiptaleiðir KOMPÁS til að dreifa efni eða uplýsingum sem brjóta í bága við lög og almennar velsæmisreglur, s.s. lög um eignarrétt, höfundarrétt eða lög sem varða almennt velsæmi og ærumeiðingar.

e) Viðskiptavinum er óheimilt að að setja upp hugbúnað eða starfrækja þjónustu á tölvum eða einkanetum sem getur truflað kerfisrekstur KOMPÁS og/eða þjónustu við aðra viðskiptavini.

f) Hvers kyns óumbeðin fjöldadreifing á upplýsingum s.s. auglýsingum, áróðri eða keðjubréfum er óheimil.

g) Fylgja skal þeim reglum sem gilda á spjallrásum (IRC). Notkun spjallrása KOMPÁS er jafnframt á eigin ábyrgð. 

h) KOMPÁS áskilur sér rétt til að ákvarða hvort samskipti á vefsvæði KOMPÁS falli undir brot á liðum a) til g).  Brot gegn þessum liðum kann að valda viðkomandi bóta- og/eða refsiábyrgð að lögum.

i) Verði notandi uppvís að ólöglegri eða ósiðlegri framgöngu á vefsvæði KOMPÁS áskilur KOMPÁS sér rétt til að loka fyrir aðgang viðkomandi samstundis, án endurgreiðslu- eða bótaréttar. 

j) KOMPÁS áskilur sér rétt til að aðstoða rannsakendur við að upplýsa mál sem kunna að koma upp og tengjast vefsvæðinu.

k) KOMPÁS áskilur sér rétt til að takmarka eða loka algerlega fyrir aðgang án fyrirvara, vakni grunur um að reikningshafi fari ekki að skilmálum þessum.

l) KOMPÁS áskilur sér rétt til eftirlits með því hvort notendur fari að skilmálum þessum.

m) Skilmálar þessir kunna að verða endurskoðaðir án fyrirvara gerist þess þörf vegna breytinga á þjónustuframboði eða starfsemi þeirri sem KOMPÁS rekur.

 

Um notkun efnis

a) Notendur teljast þeir sem eru með virkt notendaauðkenni hjá KOMPÁS. Auðkenni er virkt svo framarlega að stofngjald hafi verið greitt og mánaðarlegt áskriftargjald sé í skilum.

b) Hver notandi hefur fullan aðgang að þeim skrám/verkfærum sem ætlaðar eru til niðurhals á vefsvæði KOMPÁS.

c) Heimilt er að laga niðurhalað efni að þörfum notandans hverju sinni samkvæmt höfundarréttarsamningi KOMPÁS. Notendur eru hvattir til að kynna sér efni þess samnings. 

d) Efnisbreytingar eða –aðlögun á verkfærum KOMPÁS eru með öllu óheimilar í þeim tilgangi að afhenda þriðja aðila eða selja áfram.

e) Óheimilt er með öllu að hala niður skrám/verkfærum í þeim tilgangi að líkja eftir eða byggja upp sambærilegan gagnagrunn/-a á öðrum netþjónum eða gagnageymslum, hvort sem er til eigin nota eða í viðskiptalegum tilgangi. 

f) Notendum ber að umgangast niðurhalað efni af virðingu við höfunda þess og fara í hvívetna að gildandi lögum. Afskræming eða önnur vanvirðing við höfund þess gæti stofnað til skaðabótaskyldu af hálfu notanda.

g) Fjarlægja skal nafn höfundar af skjölum/skrám sem eru í notkun með það miklum efnisbreytingum að höfundarréttur á ekki lengur við.