Samstarfssamningur viđ Samband stjórnendafélaga

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur KOMPÁS við Samband stjórnendafélaga (STF).


STF er með á fjórða þúsund félagsmenn og tíu aðildarfélög um allt land. Kjaramál spila stórt hlutverk í starfsemi STF, en einnig hefur félagið gert sig gildandi í mennta- og fræðslumálum.


Félagið stendur m.a. að baki Stjórnendanáminu, þar sem KOMPÁS hefur verið að nýtast nemendum.


Samstarfssamningurinn formgerir það góða samstarf sem hefur verið í gegnum árin. Áfram verður unnið að útfærslum þess hvernig verkfærakista KOMPÁS getur nýst félagsmönnum og stjórnendafræðslu enn frekar.