Hugtakasafn.is opnað

KOMPÁS kynnti nú á dögunum vefinn hugtakasafn.is í Grósku. Vefurinn varð til með samstarfi fjölda aðila í ferðaþjónustu innan sem utan Þekkingarsamfélagsins og hefur að geyma fjölda hugtaka, orða og skilgreininga þeirra á íslensku og ensku.
Frummælendur á fundinum voru:
- Kristín Sif Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Atlantik
- Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor í Land- og ferðamálafræði HÍ
- Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans
- Sindri Másson og Stefán Orri Eyþórsson, umsjón huagbúnaðar.
Umsagnir voru jákvæðar á fundinum, en einnig hefur borist fjöldi jákvæðra umsagna um mikilvægi hugtakasafnsins og þörf fyrir að það þróist áfram.
HÉR má sjá upptöku af viðburðinum