Persónuverndarstefna

Útgáfa 1.0

1. Tilgangur og lagaskylda
KOMPÁS er umhugað um réttindi einstaklinga er varða persónuupplýsingar og meðhöndlun þeirra. KOMPÁS leggur áherslu á að allar persónuupplýsingar séu meðhöndlaðar með lögmætum og sanngjörnum hætti.

Persónuverndarstefna KOMPÁS er sett í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Í persónuverndarstefnu KOMPÁS kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig þær eru meðhöndlaðar.

2. Ábyrgð
GoGet ehf rekstraraðili KOMPÁS er ábyrðaraðili og sinnir framkvæmdastjóri hlutverki persónuverndarfulltrúa sem jafnframt ber ábyrgð á að stefnunni sé framfylgt. Persónuverndarstefnan er kynnt öllum starfsmönnum sem jafnframt undirrita trúnaðaryfirlýsingu.

Skriflegar fyrirspurnir um meðhöndlun persónuupplýsinga skal senda á netfangið kompas@kompas.is

3. Upplýsingar
KOMPÁS safnar eftirfarandi upplýsingum um þátttakendur og þá aðila sem eru í tengslaneti KOMPÁS; nafn, starfsheiti, tölvupóstfang og símanúmer, auk almennra upplýsinga um þá skipulagsheild sem viðkomandi einstaklingur heyrir til.

Tilgangurinn er annars vegar vegna aðgangsstýringar að gagnagrunni KOMPÁS og hins vegar vegna fréttapósta sem sendir eru reglulega til þátttakenda og velunnara.

Tengiliðaupplýsingar á póstlistum KOMPÁS eru ekki notaður í neinum öðrum tilgangi en að senda fréttapósta, tilkynningar um viðburði á vegum KOMPÁS, og einstaka þjónustukannanir í þeim tilgangi að betrumbæta þjónustuna við þátttakendur. Þjónustukannanir í þágu KOMPÁS eru nafnlausar og órekjanlegar til einstaklinga.

4. Persónuvernd á vefsíðu
Vefsíða KOMPÁS er öllum opin en við notkun á gagnagrunni KOMPÁS er þörf á innskráningu með notandanafni og lykilorði.

Í hvert sinn sem vefsíða KOMPÁS er heimsótt tekur netþjónninn okkar niður gögn sem vafri viðkomandi sendir út, þ.e. IP-tölu, gerð vafra, hvaðan heimsóknin kemur og leitarorð. Þessi gögn eru einungis notuð í þeim tilgangi að fylgjast með virkni á vefsíðunni. IP-talan er ekki notuð til þess að auðkenna viðkomandi persónulega.

Á vefsíðu KOMPÁS eru hlekkir þar sem vísað er á vefsíður utan www.kompas.is. Þessum síðum hefur KOMPÁS ekki stjórn á og er viðkomandi því bent á að kynna sér persónuverndarstefnu ábyrgðaraðila þeirra vefsíðna.

5. Upplýsingaöryggi
KOMPÁS leggur áherslu á öryggi og trúnað í meðferð persónuupplýsinga.

KOMPÁS deilir ekki persónuupplýsingum með fyrirtækjum, stofnunum eða einstaklingum nema fyrirtækinu sé skylt samkvæmt lögum að afhenda persónuupplýsingar t.a.m. eftirlitsstofnana, löggæsluyfirvalda eða annarra aðila sem hafa heimild samkvæmt lögum til að móttaka slíkar upplýsingar.

6. Varðveisla upplýsinga
Persónuupplýsingum viðkomandi er eytt úr innskráningarkerfi að gagnagrunni KOMPÁS þegar viðkomandi hættir þátttöku í KOMPÁS Þekkingarsamfélaginu.

Persónuupplýsingar; nafn og tölvupóstfang, eru geymdar áfram sem hluti af stjórnun viðskiptatengsla og á póstlista KOMPÁS en KOMPÁS sendir bæði núverandi og fyrrverandi þátttakendum fréttapósta.

Öllum er frjálst að afskrá eða skrá sig á póstlista KOMPÁS. Hægt er að skrá sig á póstlista á vefsíðu KOMPÁS. Möguleiki til skráningar af póstlista er til staðar neðst í fréttapóstum.

7. Breytingar á persónuverndarstefnu
KOMPÁS er heimilt að breyta þessari persónuverndarstefnu hvenær sem er og taka slíkar breytingar gildi án fyrirvara.

Persónuverndarstefna KOMPÁS tók gildi 22. júní 2018.