KOMPÁS Ţekkingarsamfélagiđ

KOMPÁS Þekkingarsamfélagið er helgað stjórnun og starfsmannamálum í víðu samhengi. Mannauðurinn er grunnurinn að rekstri allra fyrirtækja og stofnana og í honum felast mikil verðmæti.

Í KOMPÁS Þekkingarsamfélaginu má annars vegar finna Verkfærakistu sem inniheldur ýmis hagnýt stjórnendaverkfæri, svo sem leiðbeiningar, handbækur, gátlista, eyðublöð, myndbönd, verkferla, vinnulýsingar og fleira, og hins vegar Tengt efni þar sem finna má fjölmargar fræðigreinar, lokaritgerðir, rannsóknir, bæklinga og annað efni sem áður hefur verið gefið út á prenti eða rafrænu formi.

HÉR má sjá kynningarbækling um KOMPÁS.