Ávinningur
Aukin þekking er forsenda árangurs í rekstri allra fyrirtækja og stofnana. KOMPÁS Mannauður er óháður samstarfsvettvangur sem hefur það að meginmarkmiði að gera dreifða þekkingu á sviði stjórnunar og mannauðsmála aðgengilega.
Það eru ekki aðeins skipulagsheildirnar sem njóta góðs af tilvist KOMPÁS Mannauðs.
Með því að miðla upplýsingum til KOMPÁS samfélagsins, geta höfundar efnis komið sér og sinni sérþekkingu á framfæri. Með því að gerast þátttakandi fæst aðgangur að KOMPÁS vefnum, og stjórnendur geta sparað sér tíma við að leita að upplýsingum, semja texta og lagfæra skjöl. Á KOMPÁS vefnum sjá notendur einnig hvernig aðrir stjórnendur vinna, fá nýjar hugmyndir og jafnvel líka ábendingar um sitt eigið verklag.
Þannig stuðlar KOMPÁS Mannauður ekki aðeins að bættri stjórnun og aukinni starfsánægju innan einstakra fyrirtækja og stofnana, heldur einnig að aukinni framleiðni, lægri rekstrarkostnaði og meiri hagnaði í íslensku atvinnulífi.