Umsagnir
Bestu meðmælin eru ánægðir viðskiptavinir. Þetta hafa þátttakendur í KOMPÁS Þekkingarsamfélaginu að segja m.a. um verkfærakistu KOMPÁS:
„Þetta er mikið og gott hjálpartæki fyrir fólk í atvinnurekstri og fyrirtækjaeigendur. Hvet fólk til að kynna sér KOMPÁS betur og sjá með eigin augum“.
Jóhann Baldursson, framkvæmdastjóri Sambands stjórnendafélaga.
„Það er mjög gagnlegt að hafa aðgang að verkfærakistunni hjá Kompás og uppsetningin góð og aðgengileg. Gott að hafa á einum stað gátlista, verkferla, eyðublöð, leiðbeiningar og fleira sem léttir manni störfin. Einnig mjög gott að geta séð hvað aðrir eru að gera og hvenær hvert verkfæri hefur verið uppfært. Ég hefði áhuga á að fá þarna inn fleiri verkfæri sem nýtast skólum, grunn að ýmsum áætlunum, viðbragðsáætlunum og verkferlum. Það eiga ekki allir að þurfa að finna upp hjólið og Kompás er með einfalda og aðgengilega uppsetningu sem ég er mjög ánægð með. Áherslan hjá þeim er á mannauðinn, faglega stjórnun, virkt samstarf, miðlun þekkingar og síðast en ekki síst tímasparnað“.
Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri Húnaskóla
„Ég fékk nýlega aðgang að verkfærakistunni hjá Kompás í gegnum fyrirtækið og þetta hefur aðstoðað mig gífurlega í daglegu starfi. Þar eru ótal verkfæra og upplýsinga aðgengileg sem gerir manni kleift að sjá aðferðirnar sem önnur fyrirtæki hafa beitt til þess að leysa vandamál sem maður er sjálfur að fást við. Þannig öðlast maður annan vinkil á málið sem maður hafði jafnvel ekki hugsað út í áður“.
Arnar Logi Björnsson, Öryggis- og umhverfisdeild – TDK Foil Iceland
„Það kemur mér alltaf jafn skemmtilega á óvart hvað það er mikið af gagnlegum skjölum í verkfærakistunni. Samt sæki ég reglulega skjöl þangað og nota. Það er dýrmætt að hafa aðgang að slíkri verkfærakistu, svo ekki sé talað um að fá fréttabréfin á þriðjudagsmorgnum sem oft kveikja hjá manni hugmyndir”.
Andri Valur Ívarsson, lögmaður BHM.
„Það hefur reynst okkur hjá Bláa Lóninu afar vel að hafa haft aðgang að gagnasafninu hjá KOMPÁS Þekkingarsamfélaginu í gegnum tíðina. Gott aðgengi að viðeigandi upplýsingum, fróðleik og þekkingu er gríðarlega mikilvægt fyrir umbótarvinnu og þróun í mannauðsmálum“.
Lóa Ingvarsdóttir. Forstöðumaður fræðslu, gæðamála mannauðs og innri samskipta, Bláa lóninu.
„Ég hef notað verkfærakistu KOMPÁS mikið, í mínu fyrra starfi sem gæðastjóri og sem fulltrúi fyrirtækisins í öryggisnefnd.
Finnst ómetanlegt að hafa allar þessar upplýsingar á einum stað sem sparar hellings tíma.
Gátlistar, verkferlar eyðublöð, leiðbeiningar og margt fleira sem ég hef notað mér.
Ég er 100% sammála hugmyndafræði KOMPÁS þar sem segir að hún byggi á þeirri staðreynd að þekking verði því verðmætari sem hún er aðgengilegri.
Það þekkingarsamfélag sem KOMPÁS er, segi ég að sé ómissandi“.
Ragnheiður Rut Friðgeirsdóttir, Samherji Ísland ehf.
„Við erum búin að vera með aðgang að KOMPÁSi lengi og höfum notað hann þegar við erum að móta verkferla og við stefnumótandi verkefni.
Það er frábært að sjá hvernig aðrir hafa gert hlutina og er mjög tímasparandi. KOMPÁS hefur reynst okkur góður leiðarvísir við störf okkar sem vinnum að stjórnun hérna í skólanum, sérstaklega vil ég nefna gátlista og verkefni sem snúa að mannauðsstjórnun“.
Helga Kristín Kolbeins, skólameistari Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum.
„Ég nýtti mér verkfærakistu KOMPÁS mikið í mínu námi. Þar sem hún er gífurlega fjölbreytt, kom hún sér vel í mörgum áföngum, allt frá aðferðafræði yfir í rekstur fyrirtækja. Gögnin sjálf eru mjög notendavæn og auðvelt að sníða þau að aðstæðum. Einnig hafa tólin í kistunni veitt mér dýpri skilning og gefið mér annað sjónarhorn á viðfangsefnið. Því mæli ég með því fyrir nemendur sem vilja ná lengra í sínu námi að nýta sér þau tól sem kistan hefur að geyma“.
Unnar Karl Jónsson, MSc Banking & Finance, King's College London.
„Í störfum mínum í gegnum árin hef ég mikið nýtt mér þjónustu Kompáss, eins og varðandi margvísleg mannauðsmál og ferla við stefnumótun. Það hefur verið ómetanlegt að geta leitað í þann mikla þekkingar- og reynslubanka sem verkfærakista Kompás býður upp á. Megi þekkingarsamfélagið Kompás vaxa og dafna um ókomin ár“.
Aðalheiður Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri AkureyrarAkademíunnar.
„Við hjá Höldi-Bílaleigu Akureyrar höfum nýtt okkur þjónustu Kompáss til fjölda ára. Reglulega koma upp mál sem krefjast þess að við endurskoðum verkferla, uppfærum skjöl eða þurfum að vinna ákveðin form frá grunni. Í slíkum tilfellum sparar það mikinn tíma og fyrirhöfn að geta leitað í þann víðfeðma gagnagrunn sem Kompás bíður upp á. Það þurfa nefnilega ekki allir að finna upp hjólið“.
Geir Kr. Aðalsteinsson, mannauðsstjóri Hölds.
„Í starfi mínu sem gæða- og verkefnastjóri hjá Innnes ehf. hef ég nýtt mér upplýsingar frá Kompás þau ár sem ég hef starfað hjá fyrirtækinu. Í verkfærakistu Kompás er hægt að finna ýmsar leiðbeiningar um allt milli himins og jarðar sem tengist stjórnun og stefnumótun, mannauðsmálum o.fl. sem undirrituð hefur nýtt sér hvað mest. Þarna eru skýrar leiðbeiningar um mannauðsmál, allt frá ráðningu nýs starfsmanns, um starfsmannahald, allt til starfsloka sem komið hafa að góðum notum. Kompás hefur verið fyrsta val mitt ef einhverjar leiðbeiningar eða upplýsingar vantar sem hjálpa mér að sinna starfinu á árangursríkan hátt“.
Þuríður Stefánsdóttir, gæða- og verkefnastjóri hjá Innnes.
„Í kistu Kompás leynist mikill fjársjóður sem gott er að seilast í þegar mig vantar hugmyndir, tékklista eða hvaðeina sem snýr að stjórnun og mannauðsmálum“.
Júlíus Steinn Kristjánsson, mannauðsstjóri hjá Benchmark Genetics.
„Kompás hefur nýst okkur vel til að fá innsýn í ýmiskonar mál, sérstaklega er snúa að starfsmönnum. Einfalt að finna gögn sem passa við það sem við erum að vinna með“.
Sveinn Kristján Guðjónsson, yfirverkstjóri hjá Hraðfrystihúsinu - Gunnvör hf.
„Í síðustu viku þurfti ég að smíða drög að stefnuskjali fyrir skrifstofu Kennarasambands Íslands. Fyrsta verk var að skrá stikkorð um það sem stjórnendur voru sammála um að ætti að vera í stefnunni. Næsta skref var að skoða KOMPÁS og sjá hvað væri að finna þar. Ég opnaði nokkuð mörg skjöl, las þau yfir og öðru hvoru hugsaði ég; „já, einmitt“ og bætti við atriðum í mitt skjal.
Eftir yfirlestur skjalanna á Kompásvefnum var ég kominn með það sem þurfti í mín fyrstu drög, örugglega mun betri fyrstu drög en ég hefði gert ef ég hefði ekki haft KOMPÁS til að hjálpa mér 😊“
Hannes Þorsteinsson, skrifstofustjóri Kennarasambands Íslands
„Strætó hefur verið þátttakandi í Kompás þekkingarsamfélaginu til margra ára. Það er lykilatriði að geta haft aðgang að öllum þeim hafsjó fróðleiks og þekkingar sem þar má finna. Það hefur margoft komið sér vel að geta flett upp í verkfærakistunni þegar vinna þarf að ákveðnum verkefnum, hvort sem um ræðir launa- og kjaramál, upplýsingaöryggi, stefnumótun eða sjálfbærni. Það er ómetanlegt að geta flett upp í svo hagnýtri og gagnlegri þekkingarkistu.“
Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs, Strætó
„Vísinda- og fræðslustarfsemi er mikilvæg undirstaða í þekkingarsamfélagi nútímans. Aðgengi að réttum upplýsingum um hin margvíslegustu efni er lykilatriði svo einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki geti tekið réttar ákvarðanir um daglegt líf og starfsemi. Þótt finna megi mikið magn upplýsinga á netinu eru staðirnir margir og upplýsingarnar oft takmarkaðar eða villandi. Því er mikil þörf á upplýsingavef eins og Kompásvefnum sem safnað getur saman á einum stað miklu magni upplýsinga á ólíkum þekkingarsviðum“.
Rúnar Vilhjálmsson, prófessor, Háskóli Íslands
„Starfsmenn á verkstæðinu hjá okkur hafa hver og einn sína verkfærakistu með almennum verkfærum. Aðrar kistur geyma sérverkfæri. Viðgerðarhandbækur og teikningar eru nauðsynlegar til að geta bilanagreint og gert við bilun. Þetta er nauðsynlegur búnaður til að geta gert við, fljótt og örugglega. Við vitum hvaða verk ganga betur þegar réttu verkfærin og réttu upplýsingarnar eru til staðar.
Kompás sameinar verkfærakistur fyrir stjórnendur, hvort sem það er einstaklingur í rekstri eða stærri fyrirtæki, allir þurfa réttu verkfærin, á réttum stað á réttum tíma. Það er gríðarlegur kostur að geta leitað í samfélag eins og Kompás, fengið réttu verkfærin og réttu upplýsingarnar þegar þær vantar. Ótrúlega þægilegt og sparar mikinn tíma að hafa þetta allt á einum stað“.
Guðmundur Sigurðsson, þjónustustjóri, Vélfang
„Ég hef verið að fara yfir gagnagrunninn hjá KOMPÁS eftir að ég hóf nám við Stjórnendanámið við Háskólann á Akureyri. Það kom mér á óvart hvað það er mikið magn af upplýsingum og vel upp sett sem maður getur nýtt sér bæði í námi og ekki síst í daglegum störfum, sérstaklega og ekki síst í mannauðs- og gæðamálum, þar sem það snýr sérstaklega að námi mínu“.
Björn Þór Kristjánsson, B&S Restaurant Blönduósi
„Það er mjög góð byrjun á hverjum þriðjudags-vinnudegi að lesa pistilinn frá KOMPÁS. Þar fæ ég oft góðar ábendingar og fróðleik sem nýtist í mínu starfi.“
Árni B. Björnsson, Verkfræðingafélag Íslands
„Kompás er ein af mínum hagnýtustu fjársjóðskistum í starfi. Sem fjölhæfur starfsmaður í mörgum hlutverkum frá degi til dags er gott að geta leitað í þessa verkfærakistu til að skerpa fókusinn í einstökum málum, finna ný vinnutól eða styrkja sig faglega. Auðvelt í notkun og einfalt að aðlaga. Mitt „uppáhalds“ er sí- og endurmenntun og líðan á vinnustað, ásamt góðum kaffibolla!“
Sigríður Ásta Hauksdóttir, Menntaskólinn á Tröllaskaga
„Það kom mér ánægjulega á óvart eftir nokkurra ára fjarveru hversu vel uppfært efni má finna á Kompás vefnum. Vel uppsettur vefur og einföld leitarvél gerir svo gæfumuninn.“
Helga Jóhanna Oddsdóttir, HS Veitur
„Kompás hefur reynst okkur hjá Atlantik virkilega hjálplegt á mörgum sviðum. Við höfum sparað okkur verulegan tíma með því að leita í verkfærakistuna að upplýsingum, gátlistum, leiðbeiningum og sniðmátum fyrir fjölbreytta þætti mannauðsmála og stjórnunar. Auk þess að geta leitað í verkfærakistuna eftir fordæmum og fyrirmyndum að skjölum í daglegum rekstri, þá er hafsjór af hagnýtri fræðslu sem hefur nýst okkur vel í miðlun þekkingar innan vinnustaðarins.“
Kristín Sif Sigurðardóttir, Atlantik
„Mér finnst KOMPÁS hjálplegt verkfæri í mínum störfum. Ég kynntist KOMPÁS fyrst þegar ég var að leita að upplýsingum fyrir sértækt verkefni sem ég var að vinna að. Langt var síðan ég vann að slíku verkefni og þá var gott að hafa greiðan aðgang að verkfærakistunni. Það er oft erfitt að hefjast handa við verkefni sem ekki eru unnin reglulega og þá veitir KOMPÁS mér innblástur til að byrja.“
Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, Eimur
„Löður er hluti af Kompás samfélaginu. Það er mjög gagnlegt að hafa aðgang að svona flottu gagnasafni eins og Kompás inniheldur, bæði sparar tíma og vinnu.“
Elísabet Jónsdóttir, Löður ehf.
„Ég hef haft aðgang að Kompás í nokkur ár. Mér finnst bæði gagnlegt og þægilegt að geta flett upp alls konar upplýsingum sem nýtast mér í starfi á einum stað auk þess sem það er mjög tímasparandi. Ég hef oft nýtt mér góða punkta í Nýtt af nálinni sem hafa bæði nýst mér sem stjórnanda og í minni eigin starfsþróun.“
Heiðrún Tryggvadóttir, Menntaskólinn á Ísafirði
„KOMPÁS er mjög gagnleg verkfærakista fyrir stjórnendur. Í verkfærakistunni má finna fjölbreytt fræðsluefni og eyðublöð. Í gegnum árin hefur verið mjög gott að geta nýtt sér KOMPÁS, m.a. þegar verið er að endurskoða verkferla, setja upp eyðublöð og til að leita hugmynda og sjá hvernig aðrir vinna hlutina. Vefurinn er vel uppsettur og í reglulegum fréttabréfum er alltaf áhugavert efni.“
Ragna Hafsteinsdóttir, Johan Rönning ehf.
„Það sparar bæði tíma og fjármuni að hafa greiðan aðgang að hagnýtum tólum og tækjum sem hægt er að finna í verkfærakistu KOMPÁS. Það bætir upplifunina enn frekar að einstaklingar og fyrirtæki séu reiðubúin að deila þekkingu öðrum til handa. Það er leiðin til árangurs.“
Rósbjörg Jónsdóttir, Cognitio
„Við hjá TRS ehf. höfum nýtt okkur KOMPÁS gagnabankann til margskonar nota, ekki síst í mannauðs- og gæðamálum. Aðgangur að þessum gagnabanka er okkur mikilvægur og mjög góður stuðningur við okkar daglegu störf.“
Sigurður Þór Sigurðsson, TRS ehf.
„Kompás geymir frábær tæki og tól til þess að sækja í til að efla mannauðinn og þá vinnu sem mannauðsstarfið krefst.“
Sveinn Hólmar Guðmundsson, Elding
„Ég hef reynslu af því að nota KOMPÁS Þekkingarsamfélag sennilega síðan 2011. Það er mikil hjálp í að geta skoðað hvernig aðrir eru að gera hlutina og að miðla því sem vel hefur gengið hjá okkur. Þá er þetta mikill stuðningur við nýja starfsmenn. Ég sé mikil tækifæri í að þróa KOMPÁS enn frekar í opinberri stjórnsýslu og þá jafnvel með sérhæfingu um einstaka verkefni. Við hjá Reykjanesbæ munum halda áfram að vera hluti af KOMPÁS.“
Kristinn Óskarsson, Reykjanesbær
„Kompásinn er mikilvægur þekkingarbrunnur fyrir stjórnendur og alla þá sem láta sig góða stjórnunarhætti varða. Líkt og nafnið ber með sér þá er mikilvægt fyrir alla sem vilja ástunda góða stjórnun að hafa góðan leiðarvísi til að rata hinn flókna heim stjórnunar. Kompásinn getur hjálpað þeim, sem eru að reyna að rata í gegnum flókinn frumskóg stjórnunar, að átta sig á stöðunni hverju sinni og finna bestu leiðina.“
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Háskóli Íslands
„Í nútímasamfélagi er mikilvægt að nýta tímann vel og vita hvar hægt er að finna aðferðir sem hafa nýst vel, hafa verið þróaðar og sannreyndar. Aðgangur að Kompás Þekkingarsamfélagi veitir okkur í mannauðsdeild Hrafnistu aðgang að verkfærakistu eða gagnagrunni þar sem hægt er að finna stuðningsgögn og fróðleik sem við getum notað í okkar vinnu. Það er alger óþarfi að finna upp hjólið. Vefurinn er vel uppsettur og þægilegt að leita að gögnum. Að auki eru reglulegu fréttabréfin mjög áhugaverð og þar er að finna efni sem eru í brennidepli hverju sinni.“
Berglind Björk Hreinsdóttir, Hrafnista
„Það er frábært að geta flett upp í gagnabrunni KOMPÁS þegar hugað er að mótun verkferla eða stefnumótandi verkefnum til að kanna hvort eitthvað sambærilegt sé til sem hægt er að nýta sem grunn í eigin verkefnum. Það er óþarfi að finna stöðugt upp hjólið.“
Rakel Heiðmarsdóttir, Garri
„KOMPÁS er mikið þarfaþing þar sem finna má sannreynd gögn af margvíslegum toga. Gögn um skipulag, bætt verklag, stjórnun og starfsmannamál, aðbúnað starfsfólks, líðan þess og ekki síst kjaramál.“
Anna María Gunnarsdóttir, Kennarasamband Íslands
„KOMPÁS er virkilega nytsamlegur vettvangur. Að geta sótt sér þar skjöl en einnig ýmsan annan fróðleik til að styðjast við og geta treyst þeim gögnum sem þarna eru í boði. Einnig mjög áhugavert að vita að hverju er unnið í framtíðarsýn þessa samstarfsvettvangs“.
Iða Marsibil Jónsdóttir, Arnarlax
„Ég hef leitað – og fundið – dæmi um verkferla, starfslýsingar, starfsmannasamtöl, fóstrakerfið (e. mentor), verkefnastjórnun, tímalínur, matskerfi o.fl. KOMPÁS hjálpar mér heilmikið – bæði gott að leita að efni og dæmum á vefsíðunni og svo eru fréttabréfin og Nýtt af nálinni með góðum ábendingum og hugmyndum. Ég hef líka sent fyrirspurnir til KOMPÁS og fæ svör og leiðbeiningar um hæl. KOMPÁS er góð verkfærakista fyrir mig!“
Sigríður Ágústsdóttir, Bandalag íslenskra skáta
„Ég nota KOMPÁS öðru hverju og finnst gott að hafa þennan aðgang, bæði að eyðublöðum, gátlistum og greinum. Það sparar tíma að hafa öll gögn á sama stað, það léttir mér vinnuna. Ég hef einna mest notað það sem varðar starfsmannamál en ýmislegt annað líka.“
Rannveig Grétarsdóttir, Elding
„Ég keppist við að efla mig sem faglegan stjórnanda í starfi og KOMPÁS er að nýtast mér vel til þess.“
Friðbert, TMÍ
„Það skiptir máli að nýta sér KOMPÁS og deila með öðrum – það er óþarfi að vera alltaf að finna upp hjólið þegar efnið er til staðar.“
Guðlaug, Árborg
„Það sparar að hafa aðgang að svona þekkingarsamfélagi!“
Guðmundur, Samhjálp
„Ég nota mikið ykkar gagnagrunn í minni vinnu og finnst það ómissandi hluti af mínu daglega starfi sem mannauðsstjóri – það sparar tíma og fyrirhöfn í okkar öra vexti.“
Elín, Grayline
„KOMPÁS á samleið með sí- og endurmenntun – á því er enginn vafi. Allir ættu að sammælast um að nota KOMPÁS vefinn.“
Valgeir, Símey
„Við notum KOMPÁS sem efnisbanka t.a.m. hvað varðar mannauðsmál. s.s. við starfsþróunarsamtöl, undirbúning starfsdaga ofl., en einnig til daglegra verka s.s. í verkefnastjórnun. Ég mæli eindregið með mörgum fræðslu- og upplýsingamyndböndum sem þarna er að finna, og þá miðlun þeirra á starfsmannahópinn.“
Sigurður, TRS
„Um árið ákváðum við að uppfæra flest öll eyðublöð hjá okkur og þá var gott að geta skoðað KOMPÁS til að sjá hvernig aðrir eru að gera hlutina og fá hugmyndir.“
Fjóla, Ikea
Nokkrar umsagnir úr þjónustukönnun sem nemendur í Háskólanum í Reykjavík lögðu fyrir notendur KOMPÁS vefsins í október 2014, í tengslum við stefnumótunarverkefni sitt um KOMPÁS:
* Vel skipulagður [vefur] og gott að sjá hvar maður er staddur.
* Mjög gott framtak.
* Góð síða sem ég get mælt með fyrir mörg fyrirtæki.
* Vefurinn er í mínu fyrirtæki fyrst og fremst notaður af mannauðsstjóra og nýtist honum vel.
* Hef lítið notfært mér Kompás ennþá en líst vel á það sem ég hef skoðað.
* Flott tól - gangi ykkur hjá KOMPÁS vel.
* Spjallsvæði væri gott til að koma með og lesa ábendingar um gott efni sem nýtist.
* Mér finnst Kompás frábær vefur og til fyrirmyndar sem er þar inni.
* Það er búið að vinna þrekvirki með söfnun þessara upplýsinga.
* Flottur og þægilegur vefur í stöðugri sókn.
* Mér líst mjög vel á Kompás og það sem þar er í boði.
Nokkrar umsagnir meistaranema við Háskóla Íslands haustið 2014:
„Ég var að enda við að koma af ótrúlega áhugaverðum fyrirlestri hjá Björgvini í Háskóla Íslands.“
„Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um að Kompás væri til og kom það mér vægast sagt skemmtilega á óvart. Þar sem ég stunda meistaranám við Háskóla Íslands í Mannauðsstjórnun sé ég óteljandi möguleika á að nýta mér efni vefsins með einum eða öðrum hætti í mínu námi.“
„Var það lánsöm að Björgvin var með fyrirlestur hjá okkur í mannauðstjórnun hjá Háskóla Íslands í dag. Langar mig til þess að byrja á því að óska ykkur til hamingju með flotta síðu.“
„Ég vil byrja á að þakka fyrir fræðandi og skemmtilegann fyrirlestur í morgun hjá Björgvin upp í HÍ. Þarna opnaðist nýr heimur fyrir mig.“
„Ég er meistaranemi í mannauðsstjórnun í HÍ og sat afar áhugaverða kynningu Björgvins Filippussonar á starfsemi Kompáss í Odda þann 23. október sl. Þar opnaðist algjörlega ný vídd í heimilda- og upplýsingaleit. Þar sem MA ritgerðin nálgast óðfluga, efast ég ekki um að vefurinn í heild gæti verið hafsjór efnis þar að lútandi.“
„Finnst þetta alveg frábært verkfæri og veit að það mun koma að góðum notum bæði í námi og starfi."
Nokkrar umsagnir úr nafnlausri þjónustukönnun fyrir notendur (janúar 2014):
„Ánægður með tíðni fréttabréfa auk efnisþátta.“
„Gott að fá fréttabréf og tölvupóst. Minnir mann á að kíkja inn.“
„Ég er mjög ánægð með Kompás, hefur hjálpað mér mikið.“
„Mjög góð og gagnleg nýjung þessi vefur og á eftir að umbylta tímanotkun í skjalagerð.“
„Ágætis vefur og oft gagnleg form.“
„Finnst stundum að skjölin séu of mörg undir hverjum efnislið, því oft eru þau svo áþekk að auðveldara væri að samræma þau.“
„Góður og aðgengilegur vefur með mjög nytsamlegum upplýsingum og gögnum.“
„Kompás hefur unnið virkilega gott starf við að safna saman stjórnendaupplýsingum á einn stað.“
„Frábært starf og metnaðarfullt!“
„Mér finnst þetta frábær vefur sem ég hef þó ekki nýtt mér nægilega vel. En mér finnst þetta frábært framtak.“
„Það er fínt að vera minntur á góð skjöl í svona fréttabréfi.“
„Það er svo MIKIÐ af góðu efni þarna sem maður einhvern veginn gefur sér ekki tíma til að rúlla yfir.“
„Þið fáið hrós fyrir að koma þessari góðu hugmynd af stað og vinna faglega að síðunni.“
„Gott að komast í íslenskt efni beint úr atvinnulífinu.“
Félag lesblindra á Íslandi:
„Læsi vefsins er virkilega gott og notendaviðmótið til fyrirmyndar. Það mætir þörfum lesblindra og þeirra sem eiga við lesörðugleika að stríða. Myndræn framsetning vefsins hjálpar öllum notendum að finna réttar upplýsingar á skömmum tíma.“
Snævar Ívarsson, framkvæmdastjóri
Hagkaup:
„Ómetanlegt að hafa.“
Arndís Arnarsdóttir, starfsmannastjóri
Mountaineers of Iceland:
„KOMPÁS verkfærakistan inniheldur frábær tól sem nýtast okkur mjög vel. Við erum í innleiðingarferli í Vakanum og mörg tól í KOMPÁS nýtast vel í þeirri vinnu. Ég mæli hiklaust með KOMPÁS verkfærakistunni.“
Sif Helgadóttir
Sales and Marketing Manager
Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs:
„KOMPÁS hefur nýst starfsfólki Keilis mjög vel og þá helst hjá gæðaráði Keilis. Gæðaráðið hefur verið að uppfæra gæðahandbók Keilis og þá hafa eyðublöðin komið að góðum notum. Við höfum nýtt okkur eyðublöð frá nokkrum fyrirtækjum og aðlagað þau að okkar fyrirtæki. Það helsta sem við höfum nýtt okkur eru móttaka nýrra starfsmanna, starfslok starfsfólks, andlát aðstandenda og andlát starfsfólks.
Einnig endurskipulögðum við formið á starfsmannaviðtölum eftir að við fórum að nýta okkur KOMPÁS.
Þetta hefur auðveldað alla vinnu hjá okkur og sparað okkur mikinn tíma. Ég sé fyrir mér að við munum nýta okkur þetta enn meira í framtíðinni.“
Anna María Sigurðardóttir, kennslustjóri
Vörður:
„Langaði bara að hrósa ykkur fyrir það hversu miklu hefur verið bætt við í KOMPÁS og hversu öflugar upplýsingar eru komnar þarna inn. Þetta er að verða virkilega góður gagnagrunnur og mikið orðið nýtilegt af því efni sem þarna er komið.
Gangi ykkur áfram vel ;-)“
Harpa Víðisdóttir
Mannauðsstjóri
IKEA:
„KOMPÁS er frábært stuðningstól fyrir stjórnendur sem vilja efla sig í sínu hlutverki. Vefurinn er uppfullur af fræðsluefni, eyðublöðum og góðum ráðum sem fljótlegt og auðvelt er að nálgast. Efni sem nálgast má á vefnum stuðlar að skilvirkari og faglegri vinnubrögðum við stjórnun.
Klárt mál, vefur sem flestir stjórnendur hafa beðið eftir.“
Fjóla Kristín Helgadóttir
Starfsmannastjóri
Tryggingamiðlun Íslands:
„KOMPÁS hefur nýst mér mjög vel þegar kemur að því að taka starfsmannaviðtöl, launaviðtöl sem og að ráða inn nýtt starfsfólk svo fátt eitt sé nefnt.
Vefurinn býður upp á þægilegt viðmót og er auðveldur í notkun.“
Friðbert Elí Friðbertsson
Framkvæmdastjóri
Nokkrar umsagnir úr nafnlausri þjónustukönnun fyrir notendur (maí 2012):
„Mjög aðgengileg og auðveld í notkun.“
„Margt mjög gagnlegt þarna og kíki nokkuð mikið inn á hana.“
„Mér líst vel á vefgáttina en er lítið byrjuð að nota hana þar sem ég er nýr notandi.“
„Mér sýnist þarna vera mikið magn gagnlegra upplýsinga.“
„Það sem ég hef séð, mjög gott en ég þarf að nota vefinn meira.“
„Flott kerfi ef efnið helst up-to-date og eflaust áskorun að halda lifandi.“