Umsagnir

Bestu meðmælin eru ánægðir viðskiptavinir. Þetta hafa þátttakendur í KOMPÁS Þekkingarsamfélaginu að segja m.a. um verkfærakistu KOMPÁS: 

 

 „Ég hef leitað – og fundið – dæmi um verkferla, starfslýsingar, starfsmannasamtöl, fóstrakerfið (e. mentor), verkefnastjórnun, tímalínur, matskerfi ofl. ofl. KOMPÁS hjálpar mér heilmikið – bæði gott að leita að efni og dæmum á vefsíðunni og svo eru fréttabréfin og Nýtt af nálinni með góðum ábendingum og hugmyndum. Ég hef líka sent fyrirspurnir til KOMPÁS og fæ svör og leiðbeiningar um hæl. KOMPÁS er góð verkfærakista fyrir mig!“ ."
Sigríður, Bandalag íslenskra skáta

„Ég nota KOMPÁS öðru hverju og finnst gott að hafa þennan aðgang, bæði að eyðublöðum, gátlistum og greinum. Það sparar tíma að hafa öll gögn á sama stað, það léttir mér vinnuna. Ég hef einna mest notað það sem varðar starfsmannamál en ýmislegt annað líka."
Rannveig, Elding

„Ég keppist við að efla mig sem faglegan stjórnanda í starfi og KOMPÁS er að nýtast mér vel til þess.“
Friðbert, TMÍ

„Það skiptir máli að nýta sér KOMPÁS og deila með öðrum – það er óþarfi að vera alltaf að finna upp hjólið þegar efnið er til staðar.“
Guðlaug, Árborg

„Það sparar að hafa aðgang að svona þekkingarsamfélagi!“
Guðmundur, Samhjálp

„Ég nota mikið ykkar gagnagrunn í minni vinnu og finnst það ómissandi hluti af mínu daglega starfi sem mannauðsstjóri – það sparar tíma og fyrirhöfn í okkar öra vexti.“
Elín, Grayline

„KOMPÁS á samleið með sí- og endurmenntun – á því er enginn vafi. Allir ættu að sammælast um að nota KOMPÁS vefinn.“
Valgeir, Símey

„Við notum KOMPÁS sem efnisbanka t.a.m. hvað varðar mannauðsmál. s.s. við starfsþróunarsamtöl, undirbúning starfsdaga ofl., en einnig til daglegra verka s.s. í verkefnastjórnun. Ég mæli eindregið með mörgum fræðslu- og upplýsingamyndböndum sem þarna er að finna, og þá miðlun þeirra á starfsmannahópinn.“
Sigurður, TRS

„Um árið ákváðum við að uppfæra flest öll eyðublöð hjá okkur og þá var gott að geta skoðað KOMPÁS til að sjá hvernig aðrir eru að gera hlutina og fá hugmyndir.“
Fjóla, Ikea

 

Nokkrar umsagnir úr þjónustukönnun sem nemendur í Háskólanum í Reykjavík lögðu fyrir notendur KOMPÁS vefsins í október 2014, í tengslum við stefnumótunarverkefni sitt um KOMPÁS:

* Vel skipulagður [vefur] og gott að sjá hvar maður er staddur.
* Mjög gott framtak.
* Góð síða sem ég get mælt með fyrir mörg fyrirtæki.
* Vefurinn er í mínu fyrirtæki fyrst og fremst notaður af mannauðsstjóra og nýtist honum vel.
* Hef lítið notfært mér Kompás ennþá en líst vel á það sem ég hef skoðað.
* Flott tól - gangi ykkur hjá KOMPÁS vel.
* Spjallsvæði væri gott til að koma með og lesa ábendingar um gott efni sem nýtist.
* Mér finnst Kompás frábær vefur og til fyrirmyndar sem er þar inni.
* Það er búið að vinna þrekvirki með söfnun þessara upplýsinga.
* Flottur og þægilegur vefur í stöðugri sókn.
* Mér líst mjög vel á Kompás og það sem þar er í boði.

 

 

Nokkrar umsagnir meistaranema við Háskóla Íslands haustið 2014:

„Ég var að enda við að koma af ótrúlega áhugaverðum fyrirlestri hjá Björgvini í Háskóla Íslands.“
„Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um að Kompás væri til og kom það mér vægast sagt skemmtilega á óvart. Þar sem ég stunda meistaranám við Háskóla Íslands í Mannauðsstjórnun sé ég óteljandi möguleika á að nýta mér efni vefsins með einum eða öðrum hætti í mínu námi.“
„Var það lánsöm að Björgvin var með fyrirlestur hjá okkur í mannauðstjórnun hjá Háskóla Íslands í dag. Langar mig til þess að byrja á því að óska ykkur til hamingju með flotta síðu.“
„Ég vil byrja á að þakka fyrir fræðandi og skemmtilegann fyrirlestur í morgun hjá Björgvin upp í HÍ. Þarna opnaðist nýr heimur fyrir mig.“
„Ég er meistaranemi í mannauðsstjórnun í HÍ og sat afar áhugaverða kynningu Björgvins Filippussonar á starfsemi Kompáss í Odda þann 23. október sl. Þar opnaðist algjörlega ný vídd í heimilda- og upplýsingaleit. Þar sem MA ritgerðin nálgast óðfluga, efast ég ekki um að vefurinn í heild gæti verið hafsjór efnis þar að lútandi.“
„Finnst þetta alveg frábært verkfæri og veit að það mun koma að góðum notum bæði í námi og starfi."

 

 

Nokkrar umsagnir úr nafnlausri þjónustukönnun fyrir notendur (janúar 2014):

„Ánægður með tíðni fréttabréfa auk efnisþátta.“
„Gott að fá fréttabréf og tölvupóst. Minnir mann á að kíkja inn.“
„Ég er mjög ánægð með Kompás, hefur hjálpað mér mikið.“
„Mjög góð og gagnleg nýjung þessi vefur og á eftir að umbylta tímanotkun í skjalagerð.“
„Ágætis vefur og oft gagnleg form.“
„Finnst stundum að skjölin séu of mörg undir hverjum efnislið, því oft eru þau svo áþekk að auðveldara væri að samræma þau.“
„Góður og aðgengilegur vefur með mjög nytsamlegum upplýsingum og gögnum.“
„Kompás hefur unnið virkilega gott starf við að safna saman stjórnendaupplýsingum á einn stað.“
„Frábært starf og metnaðarfullt!“
„Mér finnst þetta frábær vefur sem ég hef þó ekki nýtt mér nægilega vel. En mér finnst þetta frábært framtak.“
„Það er fínt að vera minntur á góð skjöl í svona fréttabréfi.“
„Það er svo MIKIÐ af góðu efni þarna sem maður einhvern veginn gefur sér ekki tíma til að rúlla yfir.“
„Þið fáið hrós fyrir að koma þessari góðu hugmynd af stað og vinna faglega að síðunni.“
„Gott að komast í íslenskt efni beint úr atvinnulífinu.“

 

Félag lesblindra á Íslandi:

„Læsi vefsins er virkilega gott og notendaviðmótið til fyrirmyndar. Það mætir þörfum lesblindra og þeirra sem eiga við lesörðugleika að stríða. Myndræn framsetning vefsins hjálpar öllum notendum að finna réttar upplýsingar á skömmum tíma.“

Snævar Ívarsson, framkvæmdastjóri

 

Hagkaup:

„Ómetanlegt að hafa.“

Arndís Arnarsdóttir, starfsmannastjóri

 

Mountaineers of Iceland:

„KOMPÁS verkfærakistan inniheldur frábær tól sem nýtast okkur mjög vel. Við erum í innleiðingarferli í Vakanum og mörg tól í KOMPÁS nýtast vel í þeirri vinnu. Ég mæli hiklaust með KOMPÁS verkfærakistunni.“

Sif Helgadóttir
Sales and Marketing Manager

 

Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs:

„KOMPÁS hefur nýst starfsfólki Keilis mjög vel og þá helst hjá gæðaráði Keilis. Gæðaráðið hefur verið að uppfæra gæðahandbók Keilis og þá hafa eyðublöðin komið að góðum notum. Við höfum nýtt okkur eyðublöð frá nokkrum fyrirtækjum og aðlagað þau að okkar fyrirtæki. Það helsta sem við höfum nýtt okkur eru móttaka nýrra starfsmanna, starfslok starfsfólks, andlát aðstandenda og andlát starfsfólks.

Einnig endurskipulögðum við formið á starfsmannaviðtölum eftir að við fórum að nýta okkur KOMPÁS.

Þetta hefur auðveldað alla vinnu hjá okkur og sparað okkur mikinn tíma. Ég sé fyrir mér að við munum nýta okkur þetta enn meira í framtíðinni.“

Anna María Sigurðardóttir, kennslustjóri

 

Vörður:

„Langaði bara að hrósa ykkur fyrir það hversu miklu hefur verið bætt við í KOMPÁS og hversu öflugar upplýsingar eru komnar þarna inn. Þetta er að verða virkilega góður gagnagrunnur og mikið orðið nýtilegt af því efni sem þarna er komið.

Gangi ykkur áfram vel ;-)“

Harpa Víðisdóttir
Mannauðsstjóri

 

IKEA:

„KOMPÁS er frábært stuðningstól fyrir stjórnendur sem vilja efla sig í sínu hlutverki. Vefurinn er uppfullur af fræðsluefni, eyðublöðum og góðum ráðum sem fljótlegt og auðvelt er að nálgast. Efni sem nálgast má á vefnum stuðlar að skilvirkari og faglegri vinnubrögðum við stjórnun.

Klárt mál, vefur sem flestir stjórnendur hafa beðið eftir.“

Fjóla Kristín Helgadóttir
Starfsmannastjóri

 

Tryggingamiðlun Íslands:

„KOMPÁS hefur nýst mér mjög vel þegar kemur að því að taka starfsmannaviðtöl, launaviðtöl sem og að ráða inn nýtt starfsfólk svo fátt eitt sé nefnt.

Vefurinn býður upp á þægilegt viðmót og er auðveldur í notkun.“

Friðbert Elí Friðbertsson
Framkvæmdastjóri

 

Nokkrar umsagnir úr nafnlausri þjónustukönnun fyrir notendur (maí 2012):

„Mjög aðgengileg og auðveld í notkun.“
„Margt mjög gagnlegt þarna og kíki nokkuð mikið inn á hana.“
„Mér líst vel á vefgáttina en er lítið byrjuð að nota hana þar sem ég er nýr notandi.“
„Mér sýnist þarna vera mikið magn gagnlegra upplýsinga.“
„Það sem ég hef séð, mjög gott en ég þarf að nota vefinn meira.“
„Flott kerfi ef efnið helst up-to-date og eflaust áskorun að halda lifandi.“