Verkfærakistan

KOMPÁS Þekkingarsamfélagið er verkfærakista atvinnulífs og skóla. Þátttakendur hafa þar greiðan aðgang að yfir þrjú þúsund verkfærum, svo sem leiðbeiningum, handbókum, gátlistum, eyðublöðum, myndböndum, verkferlum, vinnulýsingum, o.fl.

Fjölmörg fyrirtæki, fagaðilar, fræðslustofnanir og einstaklingar hafa miðlað af þekkingu sinni til KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins og verkfærunum á vefnum fer ört fjölgandi.

Verkfæri KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins eru fyrirmyndir að verklagi og viðmið um faglega stjórnun (e. good practice). Þau geta nýst öllum notendum, bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref sem stjórnendur, þeim sem vilja gera góði hluti enn betur og þeim sem vilja dýpka þá þekkingu sem þegar er til staðar. Notendur geta auðveldlega lagað verkfærin að eigin þörfum eða notað gögnin óbreytt við vinnu sína.

Allt efni Verkfærakistunnar lýtur ströngum gæðakröfum KOMPÁS hvað varðar málfar, innihald og framsetningu (sjá gæðaferli KOMPÁS). Notendur vefsins geta komið með ábendingar við einstök skjöl sem geta leitt til enn betri vinnubragða.