Hugtakasafniđ

Hugtakasafn ferðaþjónustunnar hefur að geyma um 600 orð og hugtök á íslensku og ensku, með orðskilgreiningum og skammstöfunum eftir því sem við á.

KOMPÁS hóf vinnu við Hugtakasafnið í byrjun árs 2017, en fjöldi aðila innan og utan KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins hefur lagt þeirri vinnu lið. Önnur útgáfa Hugtakasafnsins var unnin í samvinnu við námsleið í ferðamálafræði í Háskóla Íslands.

Í mars 2023 opnaði KOMPÁS vefinn hugtakasafn.is og vocabulary.kompas.is í þeim tilgangi að gera Hugtakasafnið sem aðgengilegast í samræmi við gildi og markmið Þekkingarsamfélagsins.

Áréttað er að hugtökin í orðasafninu nýtast mun fleirum en þeim sem eru beint starfandi í ferðaþjónustu. Hugtakasafnið er í stöðugri þróun og mikilvægt að notendur sendi okkur ábendingar um það sem betur má fara.