Hugtakasafniđ

Hugtakasafn ferðaþjónustunnar hefur að geyma um 600 orð og hugtök á íslensku og ensku, með orðskilgreiningum og skammstöfunum eftir því sem við á.

KOMPÁS hóf vinnu við Hugtakasafnið í byrjun árs 2017, en fjöldi aðila innan og utan KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins hefur lagt þeirri vinnu lið. Önnur útgáfa Hugtakasafnsins var unnin í samvinnu við námsleið í ferðamálafræði í Háskóla Íslands.

Áréttað er að hugtökin í orðasafninu nýtast mun fleirum en þeim sem eru beint starfandi í ferðaþjónustu. Hugtakasafnið er í stöðugri þróun og mikilvægt að notendur sendi okkur ábendingar um það sem betur má fara.

KOMPÁS vill í samræmi við gildi og markmið gera Hugtakasafnið öllum aðgengilegt. Vinsamlega sendu okkur tölvupóst á kompas@kompas.is ef þú hefur áhuga á að við sendum þér orðasafnið rafrænt og láttu þess getið á hvaða formi þú vilt hafa það: excel, word eða pdf. Ath. að .xlsx skráin er bæði stór og þung vegna pivot taflna.